Hollenska knattspyrnufélagið Feyenoord hafnaði fyrsta tilboði enska félagsins Liverpool í knattspyrnustjórann Arne Slot. Tilboðið hljóðaði upp á 7,7 milljónir punda, jafnvirði 1,35 milljarða íslenskra króna, en Liverpool fékk þvert nei að því er The Athletic greinir frá

Hollenska knattspyrnufélagið Feyenoord hafnaði fyrsta tilboði enska félagsins Liverpool í knattspyrnustjórann Arne Slot. Tilboðið hljóðaði upp á 7,7 milljónir punda, jafnvirði 1,35 milljarða íslenskra króna, en Liverpool fékk þvert nei að því er The Athletic greinir frá. Slot er efstur á óskalista Liverpool þegar kemur að því að finna eftirmann Jürgens Klopps en Feyenoord mun ekki sleppa honum svo glatt. Slot er samningsbundinn til sumarsins 2026. » 66