— Morgunblaðið/Eggert
Það er eflaust vorboði í huga margra þegar útskriftarnemar í framhaldsskólum landsins birtast í undarlegum búningum að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þeir sem lögðu ferð sína um miðbæinn í gær gátu virt fyrir sér ungmenni klædd í ýmiss konar…

Það er eflaust vorboði í huga margra þegar útskriftarnemar í framhaldsskólum landsins birtast í undarlegum búningum að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur.

Þeir sem lögðu ferð sína um miðbæinn í gær gátu virt fyrir sér ungmenni klædd í ýmiss konar búninga hlaupandi um að leysa alls kyns þrautir og safna stigum.

Eins og jafnan á dimmissjón brugðu krakkarnir sér í hin ýmsu gervi og mátti meðal annars sjá sjómenn, dalmatíuhunda, bjórflöskur og nunnur á flakki.

Heppnin var með krökkunum, en hæglætisveður var í miðborginni í gær og lét sólin glitta í sig annað slagið.

Ekki er annað hægt að segja en að gleðin hafi verið við völd, enda kennslu lokið og stúdentsprófin ein sem bíða þeirra fyrir útskrift og sumarfrí.