Ísrael Hér má sjá brak úr einni af eldflaugunum sem Íran skaut á Ísrael um þarsíðustu helgi.
Ísrael Hér má sjá brak úr einni af eldflaugunum sem Íran skaut á Ísrael um þarsíðustu helgi. — AFP/Oren Ziv
Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels sagði í gær að Ísraelsher hefði hafið aðgerðir gegn Hisbollah-hryðjuverkasamtökunum, en herinn gerði loftárásir og skaut með stórskotaliði á um 40 skotmörk í suðurhluta Líbanons

Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels sagði í gær að Ísraelsher hefði hafið aðgerðir gegn Hisbollah-hryðjuverkasamtökunum, en herinn gerði loftárásir og skaut með stórskotaliði á um 40 skotmörk í suðurhluta Líbanons.

Hisbollah-samtökin hafa skotið eldflaugum á norðurhluta Ísraels á hverjum degi frá því að Hamas-samtökin réðust á Ísrael 7. október sl. Gallant sagði að herinn hefði ráðist gegn innviðum samtakanna, og meðal annars sprengt upp vopnabúr og skotfærageymslur þeirra.

Gallant tók ekki fram hvort fótgöngulið hefði tekið þátt í aðgerðunum, en Ísraelar hafa nú nokkurt herlið við landamærin. Hann sagði einnig að Ísraelsmenn hefðu náð að fella um helming af leiðtogum samtakanna, en talsmenn Hisbollah sögðu það ósannindi.