Ebba Katrín Finnsdóttir
Ebba Katrín Finnsdóttir
Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er ­bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2024 en hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í ­Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins. Kemur fram í tilkynningu að Ebba Katrín hafi vakið…

Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er ­bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2024 en hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í ­Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins. Kemur fram í tilkynningu að Ebba Katrín hafi vakið verðskuldaða athygli síðustu misseri fyrir leik á sviði og í sjónvarpi. „Þetta er heiður sem kveikir í mér að vilja gera meira og halda áfram á þessari braut. Algjör innspýting,“ segir Ebba Katrín sem starfar við Þjóðleikhúsið og leikur þetta leikárið í Orði gegn orði, Frosti og Ellen B. Þá hefur Ebba Katrín meðal annars leikið í Rómeó og Júlíu, þar sem hún var einnig einn tónlistarhöfunda, farið með hlutverk Uglu í Atómstöðinni-endurliti, sem hún hlaut Grímuverðlaun fyrir, sem og leikið í Nokkrum augnablikum um nótt, Ást og upplýsingum og Meistaranum og Margarítu.