Einkasýning Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir verk sín í Mjólkurbúðinni.
Einkasýning Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir verk sín í Mjólkurbúðinni.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar einkasýninguna I N N R A / Y T R A í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins, á Akureyri í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 16. Segir í tilkynningu að á sýningunni verði ný verk unnin út frá hugleiðingum um andstæður og samvirkni lita

Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar einkasýninguna I N N R A /
Y T R A
í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins, á Akureyri í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 16.

Segir í tilkynningu að á sýningunni verði ný verk unnin út frá hugleiðingum um andstæður og samvirkni lita.

„Ég hef alltaf heillast af hugmyndum um línur sem skil eða mörk, ekki hvað síst vegna þess að þær skapa veggi milli einhvers sem er og einhvers sem er ekki. Við drögum línur í sandinn, setjum upp reglur og kerfi út frá hugmyndum um línur sem mörk. Út frá þeim búum við svo okkur til hugmyndir um mótsagnir og andstæður, hvort tveggja sterk fyrirbæri sem hafa áhrif bæði á skynjun og hugsun,“ segir Jóna.

Jóna Hlíf, sem er fædd árið 1978, útskrifaðist með MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012.

Þá hafa verk hennar verið sýnd víða í söfnum og galleríum, bæði innanlands og erlendis, og hún hlotið fjölda styrkja á ferli sínum.