— AFP/Geoffroy van der Hasselt
Spaðar vindmyllunnar fyrir ofan Rauðu mylluna í París hrundu í fyrrinótt, en Rauða myllan er eitt frægasta kennileiti borgarinnar og dregur að sér fleiri en 600 þúsund gesti á ári. Leikstjóri og stjórnandi kabaretts Rauðu myllunnar, Jean Victor…

Spaðar vindmyllunnar fyrir ofan Rauðu mylluna í París hrundu í fyrrinótt, en Rauða myllan er eitt frægasta kennileiti borgarinnar og dregur að sér fleiri en 600 þúsund gesti á ári. Leikstjóri og stjórnandi kabaretts Rauðu myllunnar, Jean Victor Clerico, sagði að óhappið hefði orðið um klukkan tvö um nóttina, eftir lokun, og að ekkert benti til spellvirkja. „Rauða myllan er 135 ára gömul,“ sagði hann og bætti við að sem betur fer hefði engan sakað og farið yrði strax í lagfæringar.

Borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, sagði fréttamönnum AFP að borgaryfirvöld og menningarráðuneyti Frakka hygðust koma til hjálpar við lagfæringarnar. Búist er við gífurlegum fjölda ferðamanna í sumar í júlí og ágúst vegna Ólympíuleikanna og mikill undirbúningur er í borginni.