Gleði Bikarmeistarar Aftureldingar unnu öruggan sigur á KA, 3:0, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki.
Gleði Bikarmeistarar Aftureldingar unnu öruggan sigur á KA, 3:0, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki. — Morgunblaðið/Óttar
Afturelding gerði sér lítið fyrir og vann sannfærandi sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum KA, 3:0, á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í blaki í KA-heimilinu í gærkvöldi

Afturelding gerði sér lítið fyrir og vann sannfærandi sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum KA, 3:0, á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í blaki í KA-heimilinu í gærkvöldi.

Gestirnir úr Mosfellsbæ unnu fyrstu hrinuna eftir upphækkun, 26:24.

Eftir það voru Aftureldingarkonur sannfærandi og unnu tvær síðustu hrinurnar með sama hætti, 25:15, og leikinn örugglega í leiðinni.

Annar leikurinn fer fram í íþróttahúsinu á Varmá í Mosfellsbæ á sunnudaginn kemur. Þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari.

Í karlalfokki er Hamar kominn í forystu gegn Aftureldingu eftir sigur í fyrsta leik í Hveragerði, 3:1.

Afturelding byrjaði betur og vann fyrstu hrinuna 25:18. Hamar svaraði af krafti og vann næstu þrjár hrinur, 25:15, 25:13 og 25:21.

Næsti leikur verður í Mosfellsbæ á morgun, laugardag.