Landsliðið Íslenska landsliðið mátti þola naumt tap í Belgrad.
Landsliðið Íslenska landsliðið mátti þola naumt tap í Belgrad. — Ljósmynd/Hafsteinn Snær
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mátti þola tap, 3:2, gegn Ástralíu í næstsíðasta leik sínum í 2. deild A á HM í Belgrad í Serbíu í gær. Íslenska liðið leikur því hreinan úrslitaleik við Ísrael á morgun um áframhaldandi veru í deildinni

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mátti þola tap, 3:2, gegn Ástralíu í næstsíðasta leik sínum í 2. deild A á HM í Belgrad í Serbíu í gær. Íslenska liðið leikur því hreinan úrslitaleik við Ísrael á morgun um áframhaldandi veru í deildinni. Með sigri heldur Ísland sér uppi, en tap þýðir fall niður í 2. deild B. Ástralía komst í 3:0 í gær, áður en þeir Gunnar Aðalgeir Arason og Halldór Ingi Skúlason löguðu stöðuna, en nær komst íslenska liðið ekki.