Karlalandsliðið í áhaldafimleikum náði sínum besta árangri frá upphafi á Evrópumóti er liðið hafnaði í 19. sæti í liðakeppninni á EM karla í Rimini á Ítalíu á miðvikudag. Fékk íslenska liðið samanlagt 231,692 stig
Karlalandsliðið í áhaldafimleikum náði sínum besta árangri frá upphafi á Evrópumóti er liðið hafnaði í 19. sæti í liðakeppninni á EM karla í Rimini á Ítalíu á miðvikudag. Fékk íslenska liðið samanlagt 231,692 stig. Dagur Kári Ólafsson náði bestum árangri í stöku áhaldi er hann varð í 14. sæti einstaklinga á bogahesti. Hann fékk 13,966 stig fyrir glæsilegar æfingar. Valgarð Reinhardsson fékk flest heildarstig Íslendinganna, 78,297.