Sjálfkeyrandi tækni Tesla sætir nú rannsókn vegna uppfærslu.
Sjálfkeyrandi tækni Tesla sætir nú rannsókn vegna uppfærslu. — AFP
Bandarísk samgönguyfirvöld tilkynntu nýlega að þau hefðu hafið rannsókn á því hvort rafbílaframleiðandinn Tesla hefði framkvæmt með fullnægjandi hætti uppfærslu á sjálfstýrihugbúnaði í rúmlega tveimur milljónum rafmagnsbíla sem innkallaðir voru í desember sl

Bandarísk samgönguyfirvöld tilkynntu nýlega að þau hefðu hafið rannsókn á því hvort rafbílaframleiðandinn Tesla hefði framkvæmt með fullnægjandi hætti uppfærslu á sjálfstýrihugbúnaði í rúmlega tveimur milljónum rafmagnsbíla sem innkallaðir voru í desember sl.

Reuters-fréttaveitan greinir frá þessu. Vísað er í tilkynningu frá umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA).

Segir þar að markmið rannsóknarinnar sé að leggja mat á ábendingar sem stofnuninni bárust vegna slysa af völdum Tesla-bifreiða sem búið var að innkalla. arir@mbl.is