Stuðlagil Vinsæll áfangastaður á síðustu árum fær andlitslyftingu.
Stuðlagil Vinsæll áfangastaður á síðustu árum fær andlitslyftingu.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur úthlutað 538,7 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Fjárhæðin mun dreifast á ferðamannastaði víðs vegar um landið. Hæstu styrkirnir eru veittir vegna Stuðlagils og Múlagljúfurs, 90 milljónir hvor

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur úthlutað 538,7 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Fjárhæðin mun dreifast á ferðamannastaði víðs vegar um landið. Hæstu styrkirnir eru veittir vegna Stuðlagils og Múlagljúfurs, 90 milljónir hvor. Með styrknum er verið að stuðla að uppbyggingu Stuðlagils og uppbyggingu gönguleiðar og áningarstaðar á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar við Múlagljúfur. Þriðji hæsti styrkurinn, rúmar 52 milljónir króna, fer í uppbyggingu áningarstaðar með aðgengi fyrir alla við Kúalaug í Reykhólahreppi.

Alls bárust 125 umsóknir um styrki. Af innsendum umsóknum var 31 ekki talin uppfylla formkröfur sjóðsins eða falla utan verksviðs hans. Fjórar umsóknir voru dregnar til baka. Stjórn framkvæmdasjóðsins lagði til að 29 verkefni yrðu styrkt og féllst Lilja á tillögur stjórnarinnar.