„Ég er eiginlega rothissa á þessu í ljósi starfa minna fyrir félagið gegnum tíðina. Hvers vegna fékk ég ekki tækifæri á þremur mánuðum til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri? Blaðamönnum ber að vera sanngjarnir og ég hef áhyggjur af því hvaða augum almenningur lítur þessi vinnubrögð. Þarna átti greinilega að reyna að gera mig tortryggilegan,“ segir Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands (BÍ), í samtali við Sunnudagsblaðið, um vinnubrögð núverandi forystu félagsins, varðandi kynningu á skýrslu KPMG um starfsemi félagsins í hans tíð.
„Ég er sannarlega ekki gallalaus maður en ég held að ekki sé hægt að vefengja að ég hafi unnið félaginu eins og ég gat best allan þennan tíma og lagt mikið í þá vinnu. Ég vandaði mig alla tíð og er með góða samvisku vegna minna starfa fyrir Blaðamannafélag Íslands, þetta breytir engu þar um.“