Eldgos Nýjar gossprungur gætu opnast með stuttum eða engum fyrirvara.
Eldgos Nýjar gossprungur gætu opnast með stuttum eða engum fyrirvara.
Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast 10 milljónir rúmmetra og landris heldur áfram með sama hraða. Haldi kvikusöfnun áfram með sama hraða og hefur verið eru líkur á því að kraftur eldgossins á Sunhnúkagígaröðinni aukist verulega að sögn Veðurstofu Íslands

Kvikusöfnun undir Svartsengi nálgast 10 milljónir rúmmetra og landris heldur áfram með sama hraða. Haldi kvikusöfnun áfram með sama hraða og hefur verið eru líkur á því að kraftur eldgossins á Sunhnúkagígaröðinni aukist verulega að sögn Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa telur líkur á að nýjar gossprungur gætu opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells með stuttum eða engum fyrirvara. Þá er einnig talið að núverandi gosop gæti stækkað skyndilega með aukningu í hraunflæði. Gasmengun mælist enn á svæðinu og engar vísbendingar um að það sé að draga úr gasútstreymi gossins.