Það er tími sumarleyfa og Andrés og Fiðri skella sér í frí á ókunnar slóðir!
Jóakim þarf á hvíld að halda og drífur sig því í frí en það verður auðvitað ekkert venjulegt ferðalag.
Andrésína fer á ströndina og fær lánaða vindsæng en hana rekur út á haf og lendir í hremmingum.
Jóakim Öndsen og ríkisstjóri Livornó senda tvö skip í leiðangur til nýja heimsins í leit að gersemum. Þar hitta áhafnirnar innfædda og eiga við þá ýmis skipti á verðmætum og menningararfi.
Mikki og Svarti-Pétur enda óvænt á lítilli eyju og kynnast þar eyjarskeggjum og gjörólíkum lifnaðarháttum þeirra.
Andrés og Fiðri vinna sem skemmtikraftar á hóteli Jóakims og koma sér í klandur sem svo oft áður.
Slappaðu af og skemmtu þér við lestur spennandi frásagna af viðburðaríkum ferðalögum!