Hildur Björnsdóttir
Hildur Björnsdóttir
Í vikunni lögðu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn niður 1.600 vettlinga til að minna á þann fjölda barna á leikskólaaldri í borginni sem dvelur á biðlistum borgarinnar en ekki leikskólum. Meirihlutinn í borginni hefur lofað öllu fögru í leikskólamálum svo lengi sem elstu menn muna en árangurinn er enginn.

Í vikunni lögðu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn niður 1.600 vettlinga til að minna á þann fjölda barna á leikskólaaldri í borginni sem dvelur á biðlistum borgarinnar en ekki leikskólum. Meirihlutinn í borginni hefur lofað öllu fögru í leikskólamálum svo lengi sem elstu menn muna en árangurinn er enginn.

Í samtali við oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, Hildi Björnsdóttur, kom fram að þessi 1.600 börn sem dvelja á biðlistum séu aðeins 12 mánaða og eldri og að stöðugt fjölgi í hópnum og muni listinn lengjast fram á haustið.

Hildur segir: „Það merkilega er að frá árinu 2014 þegar Dagur B. Eggertsson tók við og til ársins 2023 hefur börnum á leikskólaaldri í Reykjavík fækkað um 1.000 eða 10%. Á sama tímabili hefur leik- og daggæsluplássum fækkað um 940 sem sýnir að áherslan hefur alls ekki verið á þennan málaflokk.“

En þetta er ekki allt. 140 pláss eru ekki nýtt vegna manneklu, en samt felldi meirihlutinn í vikunni tillögu Sjálfstæðismanna um að fara svipaða leið og hefur reynst vel í Kópavogi í þessum efnum.

Þá eru 360 pláss ekki nýtt vegna myglu, en lausn borgarinnar er að fjarlægja mygluna fyrir 1,1 til 1,5 milljónir á fermetrann. Auðvitað leysast leikskólamálin ekki með þessu sleifarlagi, en ef markmiðið er að halda borgarsjóði tómum þá eru í það minnsta allar líkur á að það takist.