30 ára Halldóra ólst upp í Reykjavík og London og býr í Laugardalnum. Hún er ­menntuð leik- og söngkona frá Rose Bruford College, er í meistaranámi í kynjafræði við HÍ og sinnir leiklistarverkefnum meðfram náminu

30 ára Halldóra ólst upp í Reykjavík og London og býr í Laugardalnum. Hún er ­menntuð leik- og söngkona frá Rose Bruford College, er í meistaranámi í kynjafræði við HÍ og sinnir leiklistarverkefnum meðfram náminu. Áhugamálin eru söngur, sund, jóga, leiklist, línudans og jafnréttismál.


Fjölskylda Systkini Halldóru eru Þórdís Stella Þorsteins, f. 1991, og Trausti Þorsteins, f. 1998. Foreldrar Halldóru eru hjónin Karl Þorsteins, f. 1964, „partner“ hjá Centra og alþjóðlegur skákmeistari, og Erla Traustadóttir, f. 1965, vinnur í mannauðs­teymi Seðlabankans. Þau eru búsett í Reykjavík.