Tvíeykið Silla og Tara vinna í þetta sinn með gólfið sem viðfangsefni.
Tvíeykið Silla og Tara vinna í þetta sinn með gólfið sem viðfangsefni.
Tvær sýningar verða opnaðar í Kling & Bang í dag, 27. apríl, kl. 16, annars vegar Uppúr vasanum drógu þau spýtu með verkum listamannatvíeykisins Töru og Sillu og hins vegar Einhljóð með verkum Andra Björgvinssonar

Tvær sýningar verða opnaðar í Kling & Bang í dag, 27. apríl, kl. 16, annars vegar Uppúr vasanum drógu þau spýtu með verkum listamannatvíeykisins Töru og Sillu og hins vegar Einhljóð með verkum Andra Björgvinssonar.

Á sýningu Töru og Sillu, Uppúr vasanum drógu þau spýtu, eru ný verk sem, skv. tilkynningu „vefjast inn í og upp úr gólfinu. Með verkunum draga Tara og Silla athygli að gólfinu sem rými. Við kynnumst gólfinu í gegnum hreyfingu músarinnar, söng fjalarinnar og áferð spýtunnar.“ Meginþemu í verkum Töru og Sillu eru sögð vera fögnuður, vinátta og samskipti.

Á sýningunni Einhljóð sýnir Andri Björgvinsson ný verk sem öll á sinn hátt snúast í hringi og gefa með því frá sér hljóð. „Verkin mætti líta á sem tónlistarlegar tillögur sem drifnar eru áfram af rúðuþurrkumótorum,“ segir í tilkynningu.

Á opnuninni, sem stendur milli kl. 16 og 19, fremja listamennirnir gjörninga tengda sýningunum.