Píanóleikari Erna Vala Arnardóttir er meðal flytjenda á tónleikunum.
Píanóleikari Erna Vala Arnardóttir er meðal flytjenda á tónleikunum. — Morgunblaðið/Eyþór
Tónleikar undir yfirskriftinni Ástir (& ásláttur) verða haldnir í Salnum í Kópavogi á morgun, 28. apríl, kl. 20. Þar koma fram píanóleikararnir Erna Vala Arnardóttir og Romain Þór Denuit ásamt slagverksleikurunum Frank Aarnink og Kjartani Guðnasyni

Tónleikar undir yfirskriftinni Ástir (& ásláttur) verða haldnir í Salnum í Kópavogi á morgun, 28. apríl, kl. 20. Þar koma fram píanóleikararnir Erna Vala Arnardóttir og Romain Þór Denuit ásamt slagverksleikurunum Frank Aarnink og Kjartani Guðnasyni.

Á efnisskránni verður ballettinn Petrúska, eitt vinsælasta verk Ígors Stravinskís, í glænýrri útsetningu. Einnig verða fluttir valdir kaflar úr meistaraverkinu West Side Story eftir Leonard Bernstein og tónleikunum lýkur svo með einu margrómaðasta kammerverki 20. aldarinnar, sónötu fyrir tvö píanó og slagverk eftir Béla Bartók.

Boðið verður upp á tónleikaspjall kl. 19, þar sem rætt verður við flytjendur kvöldsins.