Innsiglað Skemmtistaðnum B5 hefur verið lokað í bili, opnast e.t.v. í maí.
Innsiglað Skemmtistaðnum B5 hefur verið lokað í bili, opnast e.t.v. í maí. — Morgunblaðið/Eggert
Að beiðni skattayfirvalda innsiglaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skemmtistaðina B5 og Exit í gær, auk Nýju vínbúðarinnar, en allur þessi rekstur er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar veitingamanns

Að beiðni skattayfirvalda innsiglaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skemmtistaðina B5 og Exit í gær, auk Nýju vínbúðarinnar, en allur þessi rekstur er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar veitingamanns. Sverr­ir sendi síðdegis í gær frá sér til­kynn­ingu þar sem hann seg­ir beiðni skatta­yf­ir­valda um að inn­sigla B5 vera lög­mæta. Hins veg­ar tel­ur hann mis­skiln­ings gæta sem leitt hef­ur til lok­un­ar Exit og Nýju vín­búðar­inn­ar.

Sverrir sagðist í samtali við mbl.is ekki vera af baki dott­inn og hygg­st hann opna B5 að nýju í maí. Sagði hann rekstur Exit og Nýju Vínbúðarinnar rekstrarfélagi B5 óviðkomandi. Misskilnings hafi gætt í heimild til að fara fram á lok­un á þeim rekstri. „Úr þeim mál­um verður leyst í snar­hasti, enda hafa skatta­yf­ir­völd ekk­ert upp á þann rekst­ur að klaga,“ sagði Sverrir við mbl.is.