DansAndi Kennsla í húlla húlla-dansi er meðal þess sem er á dagskrá.
DansAndi Kennsla í húlla húlla-dansi er meðal þess sem er á dagskrá.
Dansviðburðurinn DansAndi fer fram í Danshöllinni, Álfabakka 12, um helgina. Dagskráin hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Þar fá gestir tækifæri til að kynnast ólíkum dansstílum, njóta nemendasýninga og taka þátt í danstímum með landsþekktum kennurum

Dansviðburðurinn DansAndi fer fram í Danshöllinni, Álfabakka 12, um helgina. Dagskráin hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Þar fá gestir tækifæri til að kynnast ólíkum dansstílum, njóta nemendasýninga og taka þátt í danstímum með landsþekktum kennurum. Dagskráin er fjölbreytt og og ætluð byrjendur jafnt sem lengra komnum.

Viðburðurinn DansAndi fer fram árlega og hefur það meginmarkmið að skapa vettvang til að kynna mismunandi dansstíla fyrir alla þá sem eru forvitnir og vilja prófa sig áfram óháð dansreynslu. „Þar fögnum við gleði dansins og njótum leiðsagnar leiðandi kvenna í sinni ástríðu,“ segir meðal annars í tilkynningu.

„DansAndi býður upp á einstakt tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á að prófa nýja stíla eða fínstilla færni sína í sínum uppáhaldsdönsum,“ segir þar jafnframt. Boðið er upp á kennslu í afrískum dansi frá Gíneu, húlla húlla, hipphopp, flamenco, contemporary, tónlistarleikhúsdansi og funky chachacha.

Frekari upplýsingar um dagskrána má finna á vefnum dansandi.is.