Tónlist Ásta Soffía og Grétar halda uppi lífi og gleði með ljúfum lögum.
Tónlist Ásta Soffía og Grétar halda uppi lífi og gleði með ljúfum lögum.
Yfirskrift dagskrár sem Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari og Grétar Örvarsson tónlistarmaður hafa á síðustu dögum flutt á hjúkrunarheimilum á Norðurlandi er Sunnanblær – eftirlætislög Íslendinga

Yfirskrift dagskrár sem Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari og Grétar Örvarsson tónlistarmaður hafa á síðustu dögum flutt á hjúkrunarheimilum á Norðurlandi er Sunnanblær – eftirlætislög Íslendinga. Í fyrra var svipað í boði sem lukkaðist vel svo að endurtaka þurfi leikinn.

„Sjálfum finnst mér gefandi að hitta og ræða við heldri kynslóðina,“ segir Grétar Örvarsson. „Ófáar sögurnar hefur heimilisfólk á hjúkrunarheimilunum sagt okkur frá því þegar Örvar Kristjánsson faðir minn lék hérna fyrir norðan. Svo er gjarnan farið út í ættfræðina.“

Ásta Soffía og Grétar heimsækja sex dvalar- og öldrunarheimili frá Siglufirði til Húsavíkur. „Þetta eru þakklátir áheyrendur,“ segir Grétar um þetta verkefni sem útgerðarfélagið Samherji styður við. sbs@mbl.is