Áætlað er að um það bil 25-30 prósent heimila hér á landi séu með áskrift að IPTV-efnisveitum sem dreifa ólöglega aðgangi að sjónvarpsstöðvum um allan heim. Fulltrúar Stöðvar 2 og Símans segja í samtali við Morgunblaðið að útbreiðsla IPTV hafi…
Áætlað er að um það bil 25-30 prósent heimila hér á landi séu með áskrift að IPTV-efnisveitum sem dreifa ólöglega aðgangi að sjónvarpsstöðvum um allan heim. Fulltrúar Stöðvar 2 og Símans segja í samtali við Morgunblaðið að útbreiðsla IPTV hafi aukist mjög síðustu ár og þessi þróun kunni að hafa áhrif á framleiðslu innlends efnis og kaup á sjónvarpsréttindum, til dæmis á íþróttaviðburðum. „Áhrifin eru víðar en bara hjá okkur, þetta hefur áhrif á alla keðjuna,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður hjá Stöð 2. » 14