Sjeikinn af Dúbaí, Mohammed bin Rashid Al Maktoum, greindi frá því á sunnudag á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) að ákveðið hefði verið að byggja nýjan flugvöll í borgríkinu auðuga við Persaflóa. Framkvæmdin mun kosta nærri 35 milljarða dala,…

Sjeikinn af Dúbaí, Mohammed bin Rashid Al Maktoum, greindi frá því á sunnudag á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) að ákveðið hefði verið að byggja nýjan flugvöll í borgríkinu auðuga við Persaflóa.

Framkvæmdin mun kosta nærri 35 milljarða dala, jafnvirði um það bil 4.900 milljarða íslenskra króna, og á flugvöllurinn að vera sá stærsti í heimi.

Mun flugvöllurinn kenndur við sjeikinn sjálfan og verður kallaður Al Maktoum International Airport, en hann mun taka við allri þeirri flugumferð sem í dag fer um alþjóðaflugvöllinn í Dúbaí. Þá verður nýi flugvöllurinn aðalflugvöllur ríkisflugfélagsins Emirates og lággjaldaflugfélagsins Flydubai.

Hönnun flugvallarins mun taka mið af því að allt að 260 milljónir farþega fari þar í gegn ár hvert og verður hægt að leggja flugvélum við hvorki meira né minna en 400 hlið, og lenda þeim á fimm flugbrautum. ai@mbl.is