Leikkonan Anne Hathaway segir í viðtali við V Magazine að svokölluð neistapróf (e. chemistry test) hafi breyst mikið frá því hún fór í prufur upp úr 2000. Þar segir hún að henni hafi til dæmis verið gert að kyssa hóp karlkyns leikara til þess að…
Leikkonan Anne Hathaway segir í viðtali við V Magazine að svokölluð neistapróf (e. chemistry test) hafi breyst mikið frá því hún fór í prufur upp úr 2000. Þar segir hún að henni hafi til dæmis verið gert að kyssa hóp karlkyns leikara til þess að teymið bak við myndina gæti valið hinn fullkomna meðleikara fyrir hana. Á þeim tíma hafi þótt eðlilegt að biðja leikara að kela í prufum en nú séu breyttir tímar og fólk viti betur, segir Hathaway.