Álfheiður Erla Guðmundsdóttir óperusöngkona hefur verið valin fulltrúi Hörpu í verkefninu ECHO Rising Stars veturinn 2025-2026. Harpa er aðili að Samtökum evrópskra tónlistarhúsa – ECHO, sem hafa um árabil staðið fyrir verkefninu Rising Stars…

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir óperusöngkona hefur verið valin fulltrúi Hörpu í verkefninu ECHO Rising Stars veturinn 2025-2026. Harpa er aðili að Samtökum evrópskra tónlistarhúsa – ECHO, sem hafa um árabil staðið fyrir verkefninu Rising Stars þar sem framúrskarandi tónlistarfólk er valið til að koma fram í mörgum af bestu tónlistarhúsum Evrópu. Aðeins sex tónlistarmenn völdust að þessu sinni til þátttöku í verkefninu en frá upphafi hafa um 150 listamenn notið góðs af þessum stökkpalli. Auk Álfheiðar munu fleiri rísandi stjörnur úr þessum hópi koma fram á tónleikum í Hörpu á komandi misserum.