Staða úkraínska hersins á víglínunni hefur versnað í ljósi ítrekaðra árása Rússa síðustu vikur. Þetta segir Oleksandr Síjrskí æðsti hershöfðingi Úkraínu. Rússar hafa undanfarið nýtt sér yfirburði sína í mannafla og vopnabirgðum og náð hernaðarlega mikilvægum sigrum

Staða úkraínska hersins á víglínunni hefur versnað í ljósi ítrekaðra árása Rússa síðustu vikur. Þetta segir Oleksandr Síjrskí æðsti hershöfðingi Úkraínu. Rússar hafa undanfarið nýtt sér yfirburði sína í mannafla og vopnabirgðum og náð hernaðarlega mikilvægum sigrum. Bandaríkin samþykktu í síðustu viku að senda hernaðaraðstoð upp á 61 milljarð dala, 8.643 milljarða íslenskra króna, til Úkraínu. Sendingar af bandarískum vopnum eiga enn eftir að berast, en úkraínski herinn hefur glímt við skort á vopnum, mannafla og loftvörnum mánuðum saman.