Bolungarvík Bær í vexti.
Bolungarvík Bær í vexti.
Bolungarvíkurkaupstaður fær alls 35,5 millj. kr. úr fiskeldissjóði, skv. úthlutun sem stjórn sjóðsins samþykkti nýlega. Þannig fengust 19 millj. kr. til þess að bora eftir neysluvatni í svonefndum Hlíðardal

Bolungarvíkurkaupstaður fær alls 35,5 millj. kr. úr fiskeldissjóði, skv. úthlutun sem stjórn sjóðsins samþykkti nýlega. Þannig fengust 19 millj. kr. til þess að bora eftir neysluvatni í svonefndum Hlíðardal. Mikil þörf þykir á þessari framkvæmd, meðal annars vegna starfsemi laxasláturhúss í bænum, þar sem íbúum fer fjölgandi. Þá fékkst 15,5 millj. kr. styrkur til þess að bæta aðgengi almennings að hafnarsvæði. sbs@mbl.is