„Jafnir fiskar spyrðast best“ segir málsháttur um samlyndi. Að spyrða: binda saman í spyrðu (kippu); hnýta saman á sporðunum; tengja e-ð saman
„Jafnir fiskar spyrðast best“ segir málsháttur um samlyndi. Að spyrða: binda saman í spyrðu (kippu); hnýta saman á sporðunum; tengja e-ð saman. „Við teljum ekki rétt að spyrða saman umfjöllun um alnæmi og samkynhneigð“ segir í Gerðum kirkjuþings 1996. … Við spyrðum hlutina saman í þolfalli: spyrðum þá saman, ekki „þeim“.