Annríki Landskjörstjórn hafði í nógu að snúast um helgina.
Annríki Landskjörstjórn hafði í nógu að snúast um helgina. — Morgunblaðið/Eggert
Landskjörstjórn fór um helgina yfir þau 13 forsetaframboð sem bárust á föstudag. Opnað var aftur fyrir meðmælasöfnun fjögurra frambjóðenda á laugardag og í gær þar sem þá vantaði nokkrar undirskriftir

Landskjörstjórn fór um helgina yfir þau 13 forsetaframboð sem bárust á föstudag. Opnað var aftur fyrir meðmælasöfnun fjögurra frambjóðenda á laugardag og í gær þar sem þá vantaði nokkrar undirskriftir. Fengu þeir frest til klukkan 17 í gær.

„Það tók bara nokkrar mínútur, þeir opnuðu fyrir mig rafrænt og núna er ég kominn með margfalt umfram í meðmælum,“ sagði Ástþór Magnússon við mbl.is.

Helga Þórisdóttir greindi frá því á laugardagskvöld að hún væri komin með þær undirskriftir sem vantaði. Auk hennar og Ástþórs vantaði Arnar Þór Jónsson og Eirík Inga Jóhannsson fleiri meðmæli. Þeir staðfestu báðir í gær að umræddum undirskriftum hefði verið náð.

Landskjörstjórn mun úrskurða um gildi framboðanna á fundi sínum í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag klukkan 11.