Steinn Steinarr
Steinn Steinarr
Það er ánægjulegt að sjá, í blaðinu, vitnað í spekinga fornaldar á þeirra gullaldarmáli og mætti sjást meira af slíku jafnvel þó að fjallað sé um hluti eins og bensín. Steinn Steinarr, það góða skáld margra kynslóða og pistlahöfundur af guðs náð,…

Það er ánægjulegt að sjá, í blaðinu, vitnað í spekinga fornaldar á þeirra gullaldarmáli og mætti sjást meira af slíku jafnvel þó að fjallað sé um hluti eins og bensín.

Steinn Steinarr, það góða skáld margra kynslóða og pistlahöfundur af guðs náð, var ekki langskólagenginn maður en þó tókst honum að koma þremur erlendum tungumálum að í einu kvæði, og líka bensíni.

Kommúnistaflokkur Íslands,

in memoriam

Sic transit gloria mundi, mætti segja,

svo mjög er breytt frá því, sem áður var.

Og einu sinni var hér frægur flokkur,

sem fólksins merki hreint og tigið bar.

Svo hættulegt var ekkert auð né valdi

og yfirdrottnan sérhvers glæframanns.

Svo dó hann ganske pent* og allt í einu,

og enginn vissi banameinið hans.

En minning hans mun lifa ár og aldir,

þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí.

Á gröf hins látna blikar bensíntunna

frá British Petroleum Company.

*Seinna br. í hljóðalaust.

Sunnlendingur