— AFP/Alberto Pizzoli
Frans páfi heimsótti Feneyjar í gær. Um er að ræða fyrstu ferð páfans í meira en sjö mánuði, en hann hefur þurft að fresta nokkrum ferðum og viðburðum af heilsufarsástæðum síðan í september í fyrra. Í heimsókninni stjórnaði hann messu á Markúsartorgi

Frans páfi heimsótti Feneyjar í gær. Um er að ræða fyrstu ferð páfans í meira en sjö mánuði, en hann hefur þurft að fresta nokkrum ferðum og viðburðum af heilsufarsástæðum síðan í september í fyrra.

Í heimsókninni stjórnaði hann messu á Markúsartorgi. Þar voru samankomnir meira en tíu þúsund gestir. Í ræðu sinni fjallaði páfi meðal annars um hættur sem fylgja loftslagsbreytingum og fjöldaferðamennsku.

Þá heimsótti Frans kvennafangelsi, sem hýsir framlag Páfagarðs til Feneyjatvíæringsins. Páfinn ræddi við konurnar og hvatti þær til að endurbyggja líf sitt á meðan þær sætu inni.

Í lok heimsóknarinnar ávarpaði páfinn ungmenni og hvatti þau til að taka þátt í heiminum í kringum sig, þrátt fyrir að „allir væru límdir við farsímann sinn“.