Norður ♠ – ♥ 653 ♦ – ♣ ÁKD10865432 Vestur ♠ G8763 ♥ 8 ♦ K109752 ♣ G Austur ♠ K942 ♥ G97 ♦ D8643 ♣ 9 Suður ♠ ÁD105 ♥ ÁKD1042 ♦ ÁG ♣ 7 Suður spilar 7G

Norður

♠ –

♥ 653

♦ –

♣ ÁKD10865432

Vestur

♠ G8763

♥ 8

♦ K109752

♣ G

Austur

♠ K942

♥ G97

♦ D8643

♣ 9

Suður

♠ ÁD105

♥ ÁKD1042

♦ ÁG

♣ 7

Suður spilar 7G.

Strangt tekið er norðurhöndin ámóta líkleg til að sýna sig við spilaborðið og hver önnur – til dæmis hönd austurs. Ekki þar með sagt að þéttur tílitur sé jafn sennilegur og skiptingin 4-3-5-1. Alls ekki. Flokkurinn „þéttur tílitur“ inniheldur mun færri tilfelli en flokkurinn „4-3-5-1“. Það er aðeins þegar hvert einasta spil er tiltekið sem líkurnar eru jafnar. Richard Pavlicek (rpbridge.net) hefur reiknað út að mögulegar gjafir með 10-3-0-0 skiptingu séu 981.552 en líkur á einhverri 4-3-5-1 skiptingu 82.111.732.560.

Þá er það á hreinu. En þeir Michal Klukowski og Alfredo Versace létu sér slíka talnaspeki í léttu rúmi liggja þegar þeir tóku upp tílitinn í undanúrslitum Evrópumótsins. Klukowski opnaði á 5♣, Versace á 1♣. Sagnir enduðu í báðum tilfellum í 7G, enda suðurhöndin engin smásmíði þótt ekki sé hún eins eftirminnileg og sú í norður.