Sauðárkrókur Klara Sólveig Björgvinsdóttir og Elektra Mjöll Kubrzeniecka.
Sauðárkrókur Klara Sólveig Björgvinsdóttir og Elektra Mjöll Kubrzeniecka. — Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
Tindastóll vann nauman sigur á Aþenu, 67:64, í öðrum leik liðanna í úrslitum umspils um laust sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á Sauðárkróki í gærkvöld. Staðan í einvíginu er 1:1 en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili

Tindastóll vann nauman sigur á Aþenu, 67:64, í öðrum leik liðanna í úrslitum umspils um laust sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á Sauðárkróki í gærkvöld.

Staðan í einvíginu er 1:1 en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Liðin mætast næst í Austurbergi í Breiðholti á föstudagskvöld.