Ægir Sindri Bjarnason
Ægir Sindri Bjarnason
Fyrsti styrkur úr Minningarsjóði Svavars Péturs Eysteinssonar eða Prins Póló var veittur Ægi Sindra Bjarnasyni tónlistarmanni en styrkurinn nemur einni milljón króna. Þetta var tilkynnt á Hammondhátíð á Djúpavogi 26

Fyrsti styrkur úr Minningarsjóði Svavars Péturs Eysteinssonar eða Prins Póló var veittur Ægi Sindra Bjarnasyni tónlistarmanni en styrkurinn nemur einni milljón króna. Þetta var tilkynnt á Hammondhátíð á Djúpavogi 26. apríl, á afmælisdegi Prins Póló.

Ægir Sindri sótti um styrk fyrir rekstri á tónleikarýminu R6013 við Ingólfsstræti sem hann hefur rekið í nokkur ár og haldið fjölmarga tónleika. Þar mætast ólíkar stefnur og straumar og gestir fá gullin tækifæri til að hugsa út fyrir rammann og kynnast nýjum tónlistarstefnum og listformi, segir í tilkynningu. Í rökstuðningi stjórnar sjóðsins segir m.a.: „Verkefnið er frumkvöðlastarf sem er keyrt áfram af miklum drifkrafti, hugsjón og skýrri sýn. Það styður við fjölda listamanna og við grasrót tónlistarstarfs ásamt því að gefa tónlistarfólki færi á að koma sér á framfæri.“