Afsögn Humza Yousaf tilkynnir afsögn sína í Edinborg í gær.
Afsögn Humza Yousaf tilkynnir afsögn sína í Edinborg í gær. — AFP/Andrew Milligan
Humza Yousaf sagði í gær af sér sem forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands. Atkvæðagreiðslur um tvær vantrauststillögur gegn honum höfðu verið boðaðar í skoska þinginu í vikunni í kjölfar þess að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Græningja

Humza Yousaf sagði í gær af sér sem forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands. Atkvæðagreiðslur um tvær vantrauststillögur gegn honum höfðu verið boðaðar í skoska þinginu í vikunni í kjölfar þess að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Græningja.

Yousaf tók við embætti forsætisráðherra og leiðtoga SNP af Nicolu Sturgeon á síðasta ári en síðan hefur fylgi við flokkinn minnkað, m.a. vegna ásakana á hendur eiginmanni Sturgeon um fjármálamisferli og umdeildra laga um hatursorðræðu.

Þingið þarf að velja nýjan forsætisráðherra innan 28 daga.