Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
1. d4 Rf6 2. Rf3 b5 3. Bg5 Bb7 4. Rbd2 d5 5. e3 a6 6. a4 b4 7. Rb3 Re4 8. Bh4 Rd7 9. Rfd2 g5 10. Rxe4 gxh4 11. Rec5 Bc8?? Staðan kom upp á Íslandsmótinu í skák í opnum flokki sem lauk sl. laugardag en mótið fór fram í golfklúbbnum við Hlíðavöll í Mosfellsbæ

1. d4 Rf6 2. Rf3 b5 3. Bg5 Bb7 4. Rbd2 d5 5. e3 a6 6. a4 b4 7. Rb3 Re4 8. Bh4 Rd7 9. Rfd2 g5 10. Rxe4 gxh4 11. Rec5 Bc8??

Staðan kom upp á Íslandsmótinu í skák í opnum flokki sem lauk sl. laugardag en mótið fór fram í golfklúbbnum við Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Mótið var styrkt af Mosfellsbæ, Arion banka og Guðmundi Arasyni hf. Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson (2.361) hafði hvítt gegn kvennastórmeistaranum Lenku Ptácníkovu (2.127). 12. Re6! og svartur gafst upp enda drottningin að falla í valinn en hvítur myndi máta eftir 12. … fxe6 13. Dh5#. Lokastaða efstu manna á mótinu varð eftirfarandi: 1. Helgi Áss Grétarsson (2.468) 9 vinninga af 11 mögulegum. 2. Vignir Vatnar Stefánsson (2.459) 7 1/2 v. 3.-4. Guðmundur Kjartansson (2.480) og Hilmir Freyr Heimisson 6 1/2. Skákmót Vignis Vatnars fer fram í kvöld.