Eyrbyggja Jóhannes Eyberg Ragnarsson í Hraunhálsi, einn af drifkröftum Eyrbyggjufélagsins, fyrir framan tillögu að Eyrbyggjusögurefli.
Eyrbyggja Jóhannes Eyberg Ragnarsson í Hraunhálsi, einn af drifkröftum Eyrbyggjufélagsins, fyrir framan tillögu að Eyrbyggjusögurefli. — Morgunblaðið/Gunnlaugur A. Árnason
Stykkishólmur | Eyrbyggjusögufélagið starfar í miðju sögusviðs Eyrbyggju í Stykkishólmi. Næsta stóra verkefni félagsins er að hanna og sauma refil um Eyrbyggju, líkt og gert var um Njálu og Vatnsdælasögu

Stykkishólmur | Eyrbyggjusögufélagið starfar í miðju sögusviðs Eyrbyggju í Stykkishólmi. Næsta stóra verkefni félagsins er að hanna og sauma refil um Eyrbyggju, líkt og gert var um Njálu og Vatnsdælasögu.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndgerir söguna og hefur nú lokið stórum hluta hennar. Refillinn er veggklæði, hann verður 25 m langur og þar er Eyrbyggjasaga sögð. Refillinn skiptist í sjö hluta. Kvenfélögin sem starfa á Snæfellsnesi eru einnig sjö og fær hvert þeirra einn hluta sögunnar til að sauma. Verklok eru áætluð um áramót. Félagið var stofnað fyrir nokkrum árum í þeim tilgangi að hlúa að og auka áhuga fólks á Eyrbyggjasögu. Félagið hefur staðið fyrir mörgum viðburðum er tengjast Eyrbyggju og fengið til sín sérfróða menn um söguna.