Markaður Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech.
Markaður Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bandaríska heilbrigðistryggingafélagið Cigna hyggst bjóða upp á líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech af gigtarlyfinu Humira án þess að viðskiptavinir þurfi að greiða sérstaklega fyrir það. Tilkynnt var um sölusamninga Alvotech í síðustu viku

Bandaríska heilbrigðistryggingafélagið Cigna hyggst bjóða upp á líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech af gigtarlyfinu Humira án þess að viðskiptavinir þurfi að greiða sérstaklega fyrir það.

Tilkynnt var um sölusamninga Alvotech í síðustu viku.

Veltir 8.400 milljörðum

Cigna group er móðurfélag Cigna health, Quallent, Accredo, Express Scripts og Evernorth Health. Accredo er önnur stærsta sérhæfða lyfsölukeðjan í Bandaríkjunum, velta félagsins í fyrra var um 60 milljarðar bandaríkjadala, eða um 8.400 milljarðar króna.

Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech, segir þetta stórtíðindi fyrir Alvotech, enda hafi fyrirtækið unnið að þessum samningi um nokkurt skeið. „Þetta er stórt skref sem tryggir okkur aðgang að markaðnum,“ segir Róbert í samtali við Morgunblaðið. » 12