Pedro Sánchez
Pedro Sánchez
Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í gær að hann myndi ekki segja af sér embætti. Sánchez birti í síðustu viku opið bréf á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagðist íhuga afsögn vegna pólítískra ofsókna eftir að…

Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í gær að hann myndi ekki segja af sér embætti.

Sánchez birti í síðustu viku opið bréf á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagðist íhuga afsögn vegna pólítískra ofsókna eftir að dómstóll í Madríd staðfesti að hafin væri rannsókn á því hvort eiginkona hans, Begona Gómez, hefði nýtt aðstöðu sína til að tryggja fyrirtækjum viðskiptasamninga.

Sánchez, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins, hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2018. Hann sagðist í gær hafa tekið ákvörðun um að gegna embættinu áfram vegna mikils stuðnings sem hann hefði fengið.