„Satt að segja samdi ég ekki mikið á þessum tíma og var með lítinn innblástur. Var meira að spá í hvenær allt yrði opnað aftur svo ég gæti farið að vinna,“ sagði tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, eða Flóni, um heimsfaraldurinn í morgunþættinum Ísland vaknar

„Satt að segja samdi ég ekki mikið á þessum tíma og var með lítinn innblástur. Var meira að spá í hvenær allt yrði opnað aftur svo ég gæti farið að vinna,“ sagði tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, eða Flóni, um heimsfaraldurinn í morgunþættinum Ísland vaknar. „En ég kynntist barnsmóður minni og við eignuðumst barn. Þetta var kannski meiri hvíld. Lífið hafði farið áfram á últrahraða en svo rankaði maður við sér þarna.“ Hann segist hafa haft gott af hvíldinni því að árin áður höfðu verið viðburðarík. Lestu meira á K100.is.