Halldór Benjamín Þorbergsson
Halldór Benjamín Þorbergsson
Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla yfirtökutilboð sitt í Eik fasteignafélag, sem lagt var fram í júní í fyrra. Í tilkynningu frá Regin kemur fram að á fundi stjórnenda Regins með stærstu hluthöfum Eikar í síðustu viku hafi orðið ljóst að ekki …

Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla yfirtökutilboð sitt í Eik fasteignafélag, sem lagt var fram í júní í fyrra. Í tilkynningu frá Regin kemur fram að á fundi stjórnenda Regins með stærstu hluthöfum Eikar í síðustu viku hafi orðið ljóst að ekki lægi fyrir samþykkt að lágmarki 75% atkvæðaréttar Eikar fyrir tilboðinu áður en gildistími þess myndi renna út þann 21. maí nk.

Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins segir í tilkynningunni að hratt verði unnið úr þessari niðurstöðu. „Þessi samruni er síður en svo eina sóknarfærið sem við höfum augastað á,“ segir hann í tilkynningunni.