Hlíðarendi Benedikt Gunnar Óskarsson er lykilmaður hjá Val.
Hlíðarendi Benedikt Gunnar Óskarsson er lykilmaður hjá Val. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiacos frá Grikklandi í úrslitaeinvígi Evrópubikars karla í handknattleik fer fram á Hlíðarenda. Dregið var í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins í Vín í gær en fyrri úrslitaleikurinn, heimaleikur Vals, fer annaðhvort fram laugardaginn 18

Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiacos frá Grikklandi í úrslitaeinvígi Evrópubikars karla í handknattleik fer fram á Hlíðarenda. Dregið var í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins í Vín í gær en fyrri úrslitaleikurinn, heimaleikur Vals, fer annaðhvort fram laugardaginn 18. maí eða sunnudaginn 19. maí. Seinni úrslitaleikurinn fer fram í Grikklandi 25. eða 26. maí og því ljóst að bikarinn fer á loft í Grikklandi.