Meiddur Eiður Aron Sigurbjörnsson verður frá næstu vikurnar.
Meiddur Eiður Aron Sigurbjörnsson verður frá næstu vikurnar. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaðurinn reyndi hjá Vestra, er ristarbrotinn og verður ekki með liðinu í Bestu deildinni í fótbolta næstu þrjá mánuðina eða svo. Eiður þurfti að fara af velli eftir að brotið var á honum í leik Vestra og HK í Bestu deild karla í Laugardalnum í gær

Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaðurinn reyndi hjá Vestra, er ristarbrotinn og verður ekki með liðinu í Bestu deildinni í fótbolta næstu þrjá mánuðina eða svo. Eiður þurfti að fara af velli eftir að brotið var á honum í leik Vestra og HK í Bestu deild karla í Laugardalnum í gær. Vestramenn gera ráð fyrir 12 vikna fjarveru en til þess tíma eiga nýliðarnir fyrir höndum tíu leiki í Bestu deildinni auk þess sem þeir mæta KA í bikarkeppninni.