Stöllur Sister Sledge kom fram á Broadway á Íslandi árið 2001.
Stöllur Sister Sledge kom fram á Broadway á Íslandi árið 2001. — Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Diskóbandið Sister Sledge kemur fram á tónleikum í Eldborg föstudaginn 9. ágúst, daginn fyrir Gleðigönguna. „Þessi stórkostlega og margverðlaunaða hljómsveit gerði garðinn frægan á hátindi diskótímabilsins með risasmellum á borð við „We…

Diskóbandið Sister Sledge kemur fram á tónleikum í Eldborg föstudaginn 9. ágúst, daginn fyrir Gleðigönguna.

„Þessi stórkostlega og margverðlaunaða hljómsveit gerði garðinn frægan á hátindi diskótímabilsins með risasmellum á borð við „We Are Family“, „He's the Greatest Dancer“, „Lost In Music“, „Frankie“ og „Thinking of You“,“ segir í tilkynningu.

Aðalsöngkona hljómsveitarinnar, Kathy Sledge, kemur fram ásamt dönsurum, bakröddum og hljómsveit. „Athugið að hér er ekki um að ræða heiðurstónleika heldur sannkallað diskópartí með lifandi goðsögn,“ segir einnig í kynningu. Tekið er fram að ekki sé hægt að bæta við aukatónleikum.

Miðasala er hafin á Tix.is.