Leifsstöð Gera má ráð fyrir að aðgerðirnar muni hafa nokkur áhrif á farþegaflutninga um Leifsstöð.
Leifsstöð Gera má ráð fyrir að aðgerðirnar muni hafa nokkur áhrif á farþegaflutninga um Leifsstöð. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samninganefndir Félags flugmálastarfsfólks ríkisins, FFR, og Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, hafa ákveðið að boða til yfirvinnu- og þjálfunarbanns ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga, en félögin…

Samninganefndir Félags flugmálastarfsfólks ríkisins, FFR, og Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, hafa ákveðið að boða til yfirvinnu- og þjálfunarbanns ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga, en félögin sögðu í tilkynningu sem þau sendu frá sér í gær að samtöl félaganna við Samtök atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia ohf., hefðu reynst árangurslaus.

Atkvæðagreiðsla um verkföllin hófst í gær og lýkur henni kl. 13 á fimmtudag. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar munu þær koma til framkvæmda kl. 16 hinn 9. maí nk. Hefst þá ótímabundið yfirvinnubann og þjálfunarbann. Þá mun starfsfólk í öryggisleit leggja niður störf í skæruverkföllum að morgni dagana 10., 16., 17. og 20. maí, verði deilan ekki leyst fyrir þann tíma. » 8