Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla samþykkti í grundvallaratriðum að koma á eyðsluþaki hjá félögunum 20 frá og með tímabilinu 2025-26 á fundi deildarinnar í gær. Meirihluti félaganna, 16, samþykkti tillöguna

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla samþykkti í grundvallaratriðum að koma á eyðsluþaki hjá félögunum 20 frá og með tímabilinu 2025-26 á fundi deildarinnar í gær.

Meirihluti félaganna, 16, samþykkti tillöguna. Manchester City, Manchester United og Aston Villa lýstu sig mótfallin tillögunni og Chelsea sat hjá. Eyðsluþakið mun ráðast af þeirri fjárhæð sem tekjulægsta félagið í úrvalsdeildinni aflar sér í gegnum sjónvarpsrétt.

Verði tillagan formlega samþykkt á ársfundi ensku úrvalsdeildarinnar í júní næstkomandi koma reglur um eyðsluþak í stað núverandi reglna um hagnað og sjálfbærni í rekstri.