Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri.
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. — Morgunblaðið/RAX
Tekjur Kaupfélags Skagfirðinga (KS) námu í fyrra um 52,6 milljörðum króna og hækkuðu um 1,9 milljarða króna á milli ára. Hagnaður KS nam á árinu 5,5 milljörðum króna, samanborið við 1,7 milljarða króna árið áður

Tekjur Kaupfélags Skagfirðinga (KS) námu í fyrra um 52,6 milljörðum króna og hækkuðu um 1,9 milljarða króna á milli ára. Hagnaður KS nam á árinu 5,5 milljörðum króna, samanborið við 1,7 milljarða króna árið áður. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam rúmum 6,3 milljörðum króna. Eigið fé KS var í árslok um 58,6 milljarðar króna en eignir kaupfélagsins voru bókfærðar á tæplega 89 milljarða króna.

Rekstur KS er sem fyrr umfangsmikill, en kaupfélagið á hlut í um 30 fyrirtækjum, ýmist að hluta eða í heilu lagi. Útgerðarfélagið FISK-Seafood er stærsta eign félagsins en þá á KS einnig þriðjungshlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Þá rekur félagið mjólkur- og kjötafurðastöðvar, bifreiðaverkstæði, matvöru- og byggingavörurverslanir, veitingastaði og fleiri fyrirtæki.