Gengi bréfa í Icelandair hefur lækkað um rúm 24% frá áramótum.
Gengi bréfa í Icelandair hefur lækkað um rúm 24% frá áramótum. — Morgunblaðið/Hörður Sveinsson
Gengi bréfa í Icelandair fór um tíma í gær undir eina krónu á hlut, en var við lok markaða 1,01 kr. á hlut. Velta með bréf félagsins nam þó aðeins um 240 milljónum króna. Gengið hefur ekki farið niður fyrir eina krónu á hlut síðan í byrjun nóvember…

Gengi bréfa í Icelandair fór um tíma í gær undir eina krónu á hlut, en var við lok markaða 1,01 kr. á hlut. Velta með bréf félagsins nam þó aðeins um 240 milljónum króna. Gengið hefur ekki farið niður fyrir eina krónu á hlut síðan í byrjun nóvember 2020, rétt eftir að félagið lauk við fjárhagslega endurskipulagningu og vel heppnað hlutafjárútboð í miðjum heimsfaraldri, þar sem útboðsgengið var ein króna á hlut.

Markaðsvirði félagsins er nú um 41,5 milljarðar króna.

Icelandair birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs þessa árs í byrjun síðustu viku. Þrátt fyrir um átta milljarða króna tap á tímabilinu hafa tekjur félagsins á fyrsta ársfjórðungi aldrei verið hærri en í ár. Viðmælendur ViðskiptaMoggans á markaði telja að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir á vegum Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og Sameykis stéttarfélags í maí muni hafa áhrif á gengi félagsins næstu daga.