Alþingi samþykkti í gær þingsályktunartillögu um skipun þriggja manna rannsóknarnefndar Alþingis, sem á að rannsaka málsatvik í tengslum við snjóflóðið á Súðavík hinn 16. janúar 1995. Á nefndin að draga saman og birta upplýsingar um þau málsatvik…

Alþingi samþykkti í gær þingsályktunartillögu um skipun þriggja manna rannsóknarnefndar Alþingis, sem á að rannsaka málsatvik í tengslum við snjóflóðið á Súðavík hinn 16. janúar 1995. Á nefndin að draga saman og birta upplýsingar um þau málsatvik til þess að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda.

Á nefndin m.a. að gera grein fyrir hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir og hvernig skipulagi byggðar var háttað með tilliti til snjóflóðahættu, fyrirkomulagi og framkvæmd almannavarnaaðgerða í aðdraganda snjóflóðsins, í kjölfar þess og þar til hættuástandi var aflétt, og eftirfylgni stjórnvalda í kjölfar snjóflóðsins.

Á nefndin að ljúka rannsókn sinni svo fljótt sem verða má og eigi síðar en einu ári eftir að hún er skipuð. Þverpólitísk samstaða var um málið á þingið og greiddu allir 38 þingmennirnir sem viðstaddir voru atkvæði með skipun nefndarinnar, en 25 voru fjarstaddir.