Reykjanesbraut Slökkvliðsmenn að störfum við tengivagninn í gær.
Reykjanesbraut Slökkvliðsmenn að störfum við tengivagninn í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Eldur kviknaði í dekkjabúnaði á tengivagni vörubíls sem var á ferðinni á Reykjanesbraut, skammt frá IKEA, eftir hádegi í gær. Tilkynning um eldinn barst klukkan rétt rúmlega tvö, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu

Eldur kviknaði í dekkjabúnaði á tengivagni vörubíls sem var á ferðinni á Reykjanesbraut, skammt frá IKEA, eftir hádegi í gær. Tilkynning um eldinn barst klukkan rétt rúmlega tvö, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Ökumann vörubílsins sakaði ekki en hann náði að aftengja tengivagninn eftir að eldurinn kviknaði.

Að sögn varðstjórans gekk slökkviliðinu vel að slökkva eldinn en töluverður reykur steig upp á svæðinu um skamma hríð. Engin hætta var á ferð, bætti varðstjórinn við, en umferðartafir urðu töluverðar.

Umferðin gekk hægar en venjulega á Reykjanesbraut vegna eldsvoðans, að því er sagði í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim sökum var aðeins önnur akreinin opin til vesturs, að Hafnarfirði, og voru ökumenn vinsamlegast beðnir að sýna tillitssemi vegna þessa.

Einnig urðu tafir á umferð um Miklubraut síðdegis í gær þegar tveggja bíla árekstur varð á brautinni í austurátt, við Réttarholtsveg. Engin slys urðu á fólki.